Kaffihús og verslun Móður Jarðar er staðsett í húsi sem byggt er úr viði úr skógrækt staðarins og við nefnum Asparhúsið. Þar eru í boði lífrænar heilsuvörur og grænmetisréttir sem framleiddar eru á staðnum úr íslensku hráefni, sem og ferskt grænmeti. Í Vallanesi er boðið uppá staðbundinn morgunverð úr íslensku byggi og létta grænmetisrétti í hádeginu úr fersku, íslensku og útiræktuðu grænmeti. Asparhúsið opnar fyrir gestum 3ða maí 2021 og er opið alla virka daga frá kl 9-18 út október. Opið er á laugardögum og sunnudögum frá kl 11 -17.00 frá 19. júní – 15. ágúst. Lokað helgina 7. og 8. ágúst vegna einkasamkvæmis.

MORGUNMATUR

Morgunmatur í Vallanesi byggist á því heilkorni sem ræktað er á staðnum.  Við leggjum áherslu á uppskriftir sem lifað hafa með starfseminni til fjölda ára, morgungrautur, gróft brauð og annan bakstur úr íslensku korni.  Þeir sem vilja geta óskað eftir sérréttum með grænmeti og súrkáli, af matseðli eða eftir óskum.

HÁDEGISMATUR

Hádegisverður í Vallanesi er í formi hlaðborðs af grænmetisréttum.  Við samsetningu þess er árstíðin ráðandi í réttunum, við beinum sjónum að því sem vex hjá okkur hverju sinni og fylgjum takti náttúrunnar.  Við gætum þess að þar séu í boði heilkorn, ferskt hráefni, góðar olíur og prótein úr jurtaríkinu.  Úrval af súrkáli er alltaf á borðum.  Borðið er að mestu leyti vegan þó einhverjar undantekningar séu á því en spyrjið kokkinn til öryggis !  Allt er unnið á staðnum og frá grunni.

Verð pr mann á hlaðborði með öllu:  3.200 kr.

Súpa og brauð:  1.950 kr.